Björninn - SR umfjöllun

Frá leik liðanna í gærkvöld                                                                      Mynd: Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir

Björninn og Skautafélag Reykjavíkur léku í meistaraflokki kvenna í gærkvöld og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Bjarnarstúlkna sem gerðu ellefu mörk án þess að SR-konur næðu að svara fyrir sig.

Bjarnarkonur léku án Hönnu Rutar Heimisdóttir og SigríðarFinnbogadóttir sem daginn áður tryggðu sér sæti í kvennalandsliði Íslands en báðar eiga við smávægileg meiðsli að stríða.  Það koma þó ekki að sök að þessu sinni einsog tölurnar gefa til kynna. Margrét Arna Vilhjálmsdóttir sem varði mark SR-kvenna hefur lagt skautana á hilluna í bili að minnsta kosti en SR-stúlkur nýttu sér lánareglur til að fylla skarð hennar.

Markaskorun var nokkuð jöfn í hverri lotu en það var Sigrún Sigmundsdóttir sem opnaði markareiking Bjarnarkvenna og þegar lotunni lauk  höfðu þær bætt við þremur mörkum og staðan þvi 4 – 0 eftir fyrstu lotu.

Í annarri lotunni bættu Bjarnarstúlkur síðan við þremur mörkum sem komu á tveggja mínútna kafla í fyrri hluta lotunnar. Staðan því orðin þægileg fyrir Bjarnarstelpur að lokinni annarri lotu.

Í þriðju lotu innsigluðu Bjarnarstelpur r síðan sigurinn með fjórum mörkum og stigin þrjú þeirra.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Kristín Ingadóttir 3/1
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 3/0
Sigrún Sigmundsdóttir 2/1
Ingibjörg Guðríður Hjartardóttir 2/1
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/4

Refsingar Björninn: 4 mínútur.

Refsingar SR: 8 mínútur.