Björninn - SR umfjöllun

Skautafélag Reykjavíkur lagði í gærkvöld Björninn í karlaflokki en SR-ingar gerðu 7 mörk gegn 6 mörkum Bjarnarmanna. Leikurinn var sá síðasti áður en úrslitakeppnin hefst og því kærkomið tækifæri fyrir SR-inga að æfa spilið. SR-ingar voru skrefinu á undan mest allan leikinn og tóku fyrstu lotuna 1 – 2 með mörkum frá Agli Þormóðssyni og Óskari Grönholm en Brynjar Bergmann gerði mark Bjarnarmanna eftir stoðsendingu frá bróðir sínum Trausta Bergmann. SR-ingar juku forskot sitt í annarri lotu og þegar henni var lokið var staðan orðin 3 – 5 þeim í vil. Matthías S. Sigurðsson var þó öflugur fyrir Bjarnarmenn á þessum tíma og gerði tvö mörk. Bjarnarmenn gáfust ekki upp og hleyptu spennu í leikinn með því að jafna leikinn þegar um tólf mínútur voru til leiksloka. Matthías var þar með þriðja mark sitt við mikinn fögnuð Bjarnarmanna í stúkunni. Helgi Páll Þórisson kom hinsvegar SR-ingum yfir eina ferðina enn í leiknum. Stuttu síðar bætti Steinar Páll Veigarsson við öðru marki fyrir SR-inga en þá voru um þrjár mínútur til leiksloka. Brynjar Bergmann var svo aftur á ferðinni og minnkaði muninn fyrir Bjarnarmenn 40 sekúndum fyrir leikslok og þrátt fyrir ákafar tilraunir á lokasekúndunum náðu Bjarnarmenn ekki að jafna leikinn. Þrátt fyrir að hafa litla þýðingu var leikurinn ágætis skemmtun og bæði lið nýttu marga leikmenn. Nokkuð er um meisli og veikindi í báðum liðum en yngri leikmenn fengu þess í stað tækifæri til að spreyta sig.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Matthías Sigurðsson 3/1
Brynjar Bergmann 2/1
Arnar Bragi Ingason 1/0
Trausti Bergmann 0/4
Ólafur Hrafn Björnsson 0/1
Óli Þór Gunnarsson 0/1
Carl Sveinsson 0/1

Brottrekstrar Björninn: 12 mín

Mörk/stoðsendingar SR:

Egill Þormóðsson 2/1
Óskar Grönhólm 1/0
Ragnar Kristjánsson 1/0
Helgi Páll Þórisson 1/0
Steinar Páll Veigarsson 1/0
Svavar Rúnarsson 1/0
Pétur Maack 0/2
Þorsteinn Björnsson 0/2
Andri Þór Guðlaugsson 0/2
Arnþór Bjarnason 0/1

Brottrekstrar SR: 14 mín.

Snorri Gunnar Sigurðsson dæmdi leikinn

Myndina tók Ómar Þór Edvardsson

HH