Björninn - SR umfjöllunFrá leik liðanna fyrr í vetur                                                                                             Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Björninn og Skautafélag Reykjavíkur áttust við í gærkvöld í meistaraflokki karla í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri SR-inga sem gerðu sjö mörk gegn fjórum mörkum Bjarnarmanna.

Segja má að fyrsta lotan hafi verið lota hinna mörgu marka því í henni voru gerð hvorki fleiri né færri en sjö mörk.  Bjarnarmenn hófu veisluna með marki marki frá Hirti Geir Björnssyni sem kom strax  á þriðju mínútu. Björn Róbert Sigurðarson og Egill Þormóðsson svöruðu hinsvegar fljótlega fyrir SR-inga og þegar lotan var hálfnuð var staðan 1 – 2 gestunum í vil. Birkir Árnason jafnaði síðan með góðu marki. SR-ingar áttu hinsvegar næstu tvö mörk sem bæði komu frá unglömbum í liðinu, þ.e. þeim Birni Róbert Sigurðarsyni og Daníel Steinþóri Magnússyni. Skömmu fyrir hlé minnkaði síðan Brynjar Bergmann muninn fyrir Bjarnarmenn með skondnu marki og staðan því 3 – 4 eftir fyrstu lotu SR-ingum í vil.

SR-ingar héldu upp nokkuð stífri sókn í annarri lotunni og uppskáru í henni tvö mörk. Fyrra markið átti Egill Þormóðsson eftir góðan undirbúning Gauta bróðir síns. Síðara markið kom rétt fyrir lotulok þegar SR-ingar nýttur sér að vera manni fleiri á ísnum en markið átti Snorri Sigurbjörnsson. Staðan 3 -6 eftir aðra lotu.

Leikurinn jafnaðist í þriðju lotu og Bjarnarmenn eygðu vonarglæt þegar Kópur Guðjónsson skoraði með góðu skoti þegar skammt var liðið af lotunni. Lokaorðið var hinsvegar SR-inga en það átti Gauti Þormóðsson um miðja lotuna.

Keppni í meistaraflokki karla stöðvast nú á meðan U20 ára landsliðs Íslands heldur til keppni á HM á Nýja-Sjálandi.  Næsti leikur í flokknum er 28. janúar en þá leika Björninn og Víkingar í Egilshöllinni.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Hjörtur G. Björnsson  1/0
Birkir Árnason 1/0
Kópur Guðjónsson 1/0
Brynjar Bergmann 1/0
Sergei Zak 0/1
Einar Sveinn Guðnason 0/1
Reynir Viðar Salómonsson 0/1

Refsingar Björninn: 26 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Björn Róbert Sigurðarson 2/1
Egill Þormóðsson 2/0
Gauti Þormóðsson 1/2
Daníel Steinþór Magnússon 1/1
Snorri Sigurbjörnsson 1/1
Daniel Kolar 0/3
Pétur Maack 0/2

Refsingar SR: 8 mínútur

HH