Björninn - SR umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Björninn tók á þriðjudaginn á móti Skautafélagi Reykjavíkur í kvennaflokki en leikurinn fór fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði átta mörk gegn þremur mörkum SR-inga. Bjarnarkonur voru án Hrundar Thorlacius og Thelmu Maríu Guðmundsdóttir en sú síðarnefnda hafði félagaskipti yfir í sitt gamla félag, Skautafélag Akureyrar, stuttu fyrir leik.

Meira jafnræði var með liðunum í leiknum en of áður en Bjarnarkonur voru þó yfir 2 – 1 eftir fyrstu lotu. Í annarri lotu skyldi hinsvegar á milli því þá gerðu heimakonur þrjú mörk án þess að gestunum í SR tækist að svara fyrir sig. Staðan því orðin 5 – 1 Bjarnarkonum í vil og á brattann að sækja fyrir SR-inga.  Bjarnarkonur komu sér síðan í þægilega 7 – 1 stöðu með mörkum frá Flosrúnu Vöku og Kristínu Ingadóttir. SR-ingar náðu hinsvegar að svara með tveimur mörkum á skömmum tíma en lokaorð leiksins átti Védís Valdimarsdóttir fyrir Björninn.

Með sigrinum náðu Bjarnarkonur tveggja stiga foyrstu á Ásynjur sem eiga þó leik til góða.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 4/3
Sif Sigurjónsdóttir 1/1
Kristín Ingadóttir 2/0
Védís Valdimarsdóttir 1/1
Sigrún Sigmundsdóttir 0/1
Kristín Ómarsdóttir 0/1

Refsingar Björninn:  6 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:

Alda Kravec 2/0
Sigríður Finnbogadóttir 1/0
Erla Guðrún Jóhannesdóttir 0/2
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 0/1

Refsingar SR: 4 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH