Björninn - SR umfjöllun

Frá leik SR og Bjarnarins nýverið
Frá leik SR og Bjarnarins nýverið

SR bar í gærkvöld sigurorð af Birninum með fjórum mörkum gegn þremur en leikur liðanna fór fram í Egilshöll.

Það voru SR-ingar sem höfðu undirtökin hvað markaskorun varðaði í fyrstu lotunni en á fjórðu mínútu kom Bjarki Reyr Jóhannesson þeim yfir og skömmu síðar bætti Daníel Steinþór Magnússon öðru marki fyrir gestina. Það sem eftir lifði lotu skiptust liðin á að sækja en fleiri mörk voru ekki skoruð.

Önnur lotan var hinsvegar æði fjörug en Guðmundur Þorsteinsson kom gestunum í þriggja marka forystu snemma í lotunni. Það sem eftir lifði lotunnar bættust við fjögur mörk sem öll komu þegar liðið sem skoraði hafði yfirtölu á ísnum. Björninn minnkaði muninn í 2 - 3 á stuttum kafla með mörkum frá Brynjari Bergmann og Aron Knútssyni. Skömmu eftir mark Arons bætti Tómas Tjörvi Ómarsson  hinsvegar aftur í fyrir SR-inga. Nicolas Antonoff átti lokaorð lotunnar og reyndar lokaorð leiksins hvað markaskorun varðaði rétt fyrir lotulok því ekkert mark var skorað í þriðju og síðustu lotunni.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Brynjar Bergmann 1/1
Nicolas Antonoff 1/1
Aron Knútsson 1/0
Lars Foder 0/1

Refsingar Björninn:  2 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR:
Bjarki Reyr Jóhannesson 1/0
Daníel Steinþór Magnússon 1/0
Guðmundur Þorsteinsson 1/0
Tómas Tjörvi Ómarsson 1/0
Arnþór Bjarnason 0/2
Miloslav Racansky 0/1
Daníel Hrafn Magnússon 0/1

Refsingar SR: 28 mínútur

Mynd: Hafsteinn Snær

HH