Björninn - SR umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Fyrsti leikurinn á íslandsmóti kvenna fór fram í gærkvöld en þá mættust Björninn og Skautafélag Reykjavíkur og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með öruggum sigri Bjarnarins sem gerði tíu mörk gegn einu marki SR-kvenna.
Einsog kom fram hér á síðunni í gær hafa orðið óvenju mörg félagaskipti í kvennaflokki þetta árið og því von um að keppnin verði meira spennandi. Björninn státar hinsvegar af tveimur reynslumestu markvörðum deildarinnar og það gæti vegið þungt í vetur.
Byrjunin hjá heimakonum var góð því Flosrún Jóhannesdóttir kom Birninum yfir á strax á fyrstu mínútu leiksins. Það var hinsvegar ekki fyrr en rétt eftir miðja lotu sem næsta mark kom og stuttu á eftir bættust tvö önnur við. Staðan 4 – 0 eftir fyrstu lotu. Öllu jafnara var með liðunum í annarri lotu hvað markaskorun áhrærði. Snæbjörg Kristjánsdóttir kom Birninum í 5 – 0 áður en fyrrum Bjarnarkona, Alda Kravec, kom gestunum á blað. Fyrrnefnd Flosrún fullkomnaði þrennu sína í lotunni sem fór því 2 -1. Síðasta lotan var síðan svipuð og sú fyrsta. Bjarnarstúlkur gerðu fjögur mörk án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig og heimtu þrjú stig í hús.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 4/4
Snædís Kristjánsdóttir 3/0
Kristín Ingadóttir 2/3
Karen Þórisdóttir 1/2
Maríana Birgisdóttir 0/1

Refsingar Bjarnarins: 8 mínútur

Mörk/stoðsendingar Skautafélags Reykjavíkur:

Alda Kravec 1/0
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 0/1

Refsingar SR: 4 mínútur

HH