Björninn - SR umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Björninn og Skautafélag Reykjavíkur mættust í Hertz-deild kvenna sl. þriðjudag en leikurinn fór fram í Egilshöllinni. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði átta mörk án þess að SR-konur næðu að svara fyrir sig.
Sigur Bjarnarkvenna var nokkuð öruggur en SR-konur náðu þó að veita meira viðnám en oft áður. SR-konur skörtuðu nýjum markmanni en Lisa Grose stóð á milli stanganna en hún hefur áður spilað með SR sem útileikmaður.

Karen Þórisdóttir opnaði markareikning Bjarnarkvenna skömmu fyrir miðjan fyrstu lotu og Védís Valdimarsdóttir sá til þess að þær færu með 2 – 0 forystu inn í fyrsta leikhlé.
Síðari partur annarrar lotu var SR-konum erfiður því þá gerðu Bjarnarkonur þrjú mörk. Tvo markanna komu þegar SR-ingar voru manni fleiri á vellinum.
Þriðja lotan fór á sama veg, þ.e. Bjarnarkonur bættu við þremur mörkum. Lilja María Sigfúsdóttir átti fyrsta marki strax á fyrstu mínútu lotunnar en hin tvö áttu María Sveinsdóttir og Lena Arnardóttir.

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Lilja María Sigfúsdóttir 2/1
Karen Ósk Þórisdóttir 2/1
Kristín Ingadóttir 1/3
Védís Valdimarsdóttir 1/2
Lena Arnardóttir 1/1
María Sveinsdóttir 1/0

Refsingar Bjarnarins: 4 mínútur

Refsingar SR: 10 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH