Björninn - SR umfjöllun

Frá leik liðanna á laugardaginn
Frá leik liðanna á laugardaginn

Skautafélag Reykjavíkur bar sigurorð af Birninum með þremur mörkum gegn tveimur í hörkuspennandi leik sem fram fór í Egilshöllinni sl. laugardagskvöld. 

Jafnræði var með liðunum í fyrstu lotu en hún endaði án þess að mark væri skorað og það var ekki fyrr en um fimm mínútur voru liðnar af annarri lotunni sem fyrsta markið leit dagsins ljós. Kári Guðlaugsson náði þá að spegla pökinn í markið eftir gott skot frá Ingólfi Elíassyni en þetta var jafnframt eina markið í lotunni. Mörkin komu hinsvegar á færibandi í byrjun þriðju lotu.  Miloslav Racinsky kom gestunum í tveggja marka forystu strax á annarri mínútu annarrar lotu en sú sæla var skamvinn því mínútu síðar minnkaði Andri Már Helgason muninn fyrir Bjarnarmenn. Robbie Sigurðsson jók aftur muninn fyrir SR-inga hálfri mínútu síðar. Um miðja lotuna minnkaði Jón Árni Árnason muninn í eitt mark aftur eftir laglega sendingu frá Úlfari Jóni Andréssyni. Lengra komust Bjarnarmenn hinsvegar ekki að þessu sinni þrátt fyrir þunga pressu undir lokin.

Með sigrinum lyfti sér sér upp í þriðja sætið en liðið er níu stigum á eftir Esju sem er í öðru sætinu. Bæði liðin hafa hinsvegar tækifæri til að komast nær toppliðunum en þá mætir Björninn SA Víkingum í Egilshöll og Skautafélag Reykjavíkur fær Esju í heimsókn.

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Jón Árni Árnason 1/0
Andri Már Helgason 1/0
Úlfar Jón Andrésson 0/1
Falur Birkir Guðnason 0/1

Refsingar Bjarnarins: 10 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SR:
Robbie Sigurðsson 1/1
Miloslav Racinsky 1/0
Kári Guðlaugsson 1/0
Ingólfur Tryggvi Elíasson 0/1
Milan Macn 0/1

Refsingar SR: 8 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH