Björninn - SR umfjöllun

Bára og Sóley í baráttunni
Bára og Sóley í baráttunni

Björninn lék gegn Skautafélagi Reykjavíkur í meistaraflokki kvenna á laugardaginn. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði 9 mörk gegn 5 mörkum SR-inga.

Leikurinn hófst með miklum látum en strax í byrjun en það voru Bjarnarstúlkur sem komust yfir með marki frá Steinunni Erlu Sigurgeirsdóttir en stoðsendinguna átti Ingibjör Hjartardóttir. Eftir þetta kom hinsvegar góður kafli hjá SR-stúlkum og þær áttu næstu fjögur mörk. Kristín Ómarsdóttir átti tvö þeirra en hin mörkin gerðu Hrund Hermanssdóttir og Guðbjörg Grönvold. Staðan 1 – 4 eftir fyrstu lotu.

Í annarri lotu fór hinsvegar að halla undan fæti hjá gestunum en þá náðu Bjarnarstúlkur að gera 4 mörk án þess að SR-stúlkur næðu að svara fyrir sig. Steinunn Erla átti tvö þeirra en hin mörkin gerður Kristín Ingadóttir og Hrafnhildur Ýr Ólafsdóttir. Staðan því 5 – 4 eftir aðra lotu.

Í þriðju lotunni tryggðu svo Bjarnarstúlkur sér sigurinn en þær komust í 7 – 4 áður en SR-ingar náðu að minnka muninn. Ingibjörg Hjartardóttir var með tvö markanna en lokatölurnar einsog áður sagði 9 – 5 gestgjöfunum í vil.

Þó nokkuð að nýjum leikmönnum er í báðum liðum og gaman að sjá að fleiri eru að taka þátt í kvennahokkíinu.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 4/1
Ingibjörg G. Hjartardóttir 2/1
Kristín Ingadóttir 2/1
Hrafnhildur Ýr Ólafsdóttir 1/2
Eva Hrönn Árelíusdóttir 0/1

Refsingar Björninn: Engar

Mörk/stoðsendingar SR:

Guðbjörg Kristín Grönvold 2/1
Kristín Ómarsdóttir 2/0
Hrund Hermannsdóttir 1/0
Diljá Mjöll Hreiðarsdóttir 0/1

Refsingar SR: Engar

Mynd: Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir

HH