Björninn - SR Fálkar umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Björninn og SR Fálkar áttust við á íslandsmótinu í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði fjögur mörk gegn einu marki SR Fálka. Eitthvað vantaði uppá mannskapinn hjá báðum liðum en þó ekki þannig að það kæmi að sök.

Það voru SR Fálkar sem urðu fyrri til að skora þegar Daníel Steinþór Magnússon Norðdahl kom þeim yfir eftir að hafa sloppið einn í gegn um miðja fyrstu lotu. Það var þó ekki mínúta liðin þegar Gunnar Guðmundsson jafnaði fyrir Bjarnarmenn. Það sem eftir var lotunnar og reyndar leiksins sóttu Bjarnarmenn stíft.
Bjarnarmenn gerðu svo útum leikinn í annarri lotu með þremur mörkum. Fyrsta markið átti Ólafur Hrafn Björnsson en síðan bættu þeir við mörkum Lars Foder og Kópur Guðjónsson.

Þriðja og síðasta lotan var þvi markalaus þrátt fyrir að Björninn hafi ekki skort færin til að bæta við mörkum.

Með sigrinum tryggði Björninn stöðu sína á toppnum enn betur en liðið hefur nú sjö stiga forskot á Víkinga sem eiga þó leik til góða. Víkingar leika hinsvegar gegn Húnum nk. laugardag og með sigri þar nálgast þeir Bjarnarliðið aftur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Ólafur Hrafn Björnsson 1/1
Gunnar Guðmundsson 1/0
Lars Foder 1/0
Kópur Guðjónsson 1/0
Andri Már Helgason 0/2

Refsingar Björninn: 8 mínútur

Mörk/stoðsendingar SR Fálkar:

Daníel Steinþór Magnússon Norðdahl 1/0

Refsingar SR Fálkar: 18 mínútur

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH