Björninn - SR 6 - 6

Björninn og SR gerðu jafntefli 6 mörk gegn 6 í fyrsta leik meistaraflokks karla í Egilshöll. Leikurinn var gríðarlega spennandi stemmingin var mikil, sérstaklega í síðasta leikhluta þegar allt var í járnum og bæði lið sóttu grimmt að marki andstæðingsins síðustu mínúturnar og reynt var til þautar að knýja fram sigur. Bjarnarmönnum óskum við til hamingju með glæsilegan heimavöll.