Björninn-SR 4-7 (1-3/2-0/1-4)

SR byrjuðu vel og komust í 3-0 í fyrsta leikhluta, mörkin komu án mikillar fyrirhafnar og kvöldið virtist ætla að vera auðvelt fyrir SR. Á þessum leikkafla gekk ekkert upp hjá Birninum, sendingar ónákvæmar og spilið lítið sem ekkert. Ekki var þó um neitt áhugaleysi hjá þeim að ræða, það gekk bara ekkert upp. Undir lokin tókst Birninum þó að setja hann einu sinni og var staðan 1-3 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta voru Bjarnamenn frískari spilið fór að ganga betur og SR virtust verða kærulausir og jafnaði Björninn leikin í 3-3 eftir tvo leikhluta. Á innan við 2 mínútum í upphafi þriðja leikhluta skoruðu SR tvívegis og tóku öll völd, búnir að hrista af sér slenið. Björninn gafst þó ekki upp og minnkaði muninn af miklu harðfylgi í 5-4 og höfðu síðan tækifæri til að jafna á “powerplay” en einn leikmaður kaus að brjóta á for-tjekkara SR á eigin vallarhelmingi á mjög klunnalegan hátt og þar með var “power-playið” farið út í veður og vind. Eftir þetta skoraði SR tvívegis og tryggði sér öruggan sigur.  Björninn-SR 4-7 (1-3/2-0/1-4)

Afritað af vef SA www.sasport.is