Björninn - SR

SR sigraði Björninn í gærkvöld í Egilshöll með 7 mörkum gegn 4. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 2 - 1 Birninum í vil en í þeim leikhluta áttu Bjarnarmenn góðan endasprett eftir að hafa lent 0 – 1 undir. Skot á mark í þeim leikhluta voru 8 – 13. Í öðrum leikhluta fór að halla undan fyrir Bjarnarmönnum og unnu SR-ingar hann 1 - 5. Skot á mark í þeim leikhluta voru 8 – 14. Þess má geta að í þeim leikhluta fengu gestgjafarnir ellefu brottvísanir á móti tveimur brottvísunum gestanna. Í þriðja leikhluta var síðan aftur nokkuð jafnræði með liðunum og endaði hann jafn 1 – 1. Skot á mark í þeim leikhluta voru 15 – 20.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Daði Örn Heimisson 1/1
Sergei Zak 1/1
Brynjar Freyr Þórðarson 1/1
Hjörtur Geir Björnsson 1/0
Kolbeinn Sveinbjarnarson 0/1.
Brottrekstrar Björinn: 75 mín.

Mörk/stoðsendingar SR:

Daniel Kolar 3/1
Gauti Þormóðsson 2/0
Mirek Krivanek 1/3
Todd Simpson 1/2.
Brottrekstrar SR: 41 mín.

HH