Björninn - SR 0 - 4

Björninn tók á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Egilshöllinni í kvöld í stórleik fyrstu umferðar. Fyrirfram var búist við hörkuleik þar sem bæði liðin unnu fyrri leiki sína sannfærandi. Það varð raunin.

Leikurinn var hraður og spennandi og hin besta skemmtun. Fyrsti leikhluti einkenndist af hröðum sóknum og dauðafærum á báða bóga og markmenn liðanna þeir Birgir Örn Sveinsson (SR) og Alexi Ala-Lathi (Björninn) sýndu snilldar takta í markinu. það var síðan á 8 mínútu og 14 sekúndu að #20 Úlfar Andrésson skoraði fyrir SR eftir stoðsendingu frá #21 Þorsteini Björnssyni. Áfram sóttu liðin af miklum krafti en ekki tókst þeim að skora. Staðan eftir fyrsta leikhluta 0 - 1

Annar leikhluti var mikill baráttu leikhluti þar sem SRingar lentu í nokkrum refsingavandræðum með 4 brottvísanir á 5 mínútna leikkafla og allt leit út fyrir að Bjarnarmenn mundu jafna leikinn en vörn SR hélt og áfram var loftið í Egilshöll rafmagnað og þrungið spennu.  SR tókst betur en Bjarnarmönnum að enda sóknarlotur sínar með skoti á mark en þrátt fyrir það lauk öðrum leikhluta 0 - 0.

Það var síðan á 47 mínútu og 3 sekúndu að #15 Mirek Kirvanek skoraði annað mark SR eftir stoðsendingu frá #25 Zednek Prochazka og áfram tókst SRingum frekar að klára sínar sóknir með ákveðnum skotum á markið en Alexi Ala-Lathi sýndi stórleik í marki Bjarnarins. Þriðja mark SR kom síðan á 52 mínútu og 27 sekúndu og enn var það #15 Mirek Kirvanek en nú eftir stoðsendingu frá #22 Andy Luhovy. SR gulltryggði síðan sigur sinn með marki á 56 mínútu og 6 sekúndu þar var að verki #14 Stefán Hrafnsson eftir stoðsendingu frá  #25 Zednek Prochazka. Úrslit þriðja leikhluta 0 - 3 og samtals 0 - 4  í leiknum.

Bæði liðin spiluðu hratt og skemmtilegt hokkí og öll framkoma liðanna var þeim til mikils sóma. Áhorfendur í Egilshöll voru fjölmargir, þétt setin stúkan (sem tekur um 500 manns í sæti) og stemmingin eins og hún gerist best.

Maður leiksins var án nokkurs vafa Alexi Ala-Lathi markvörður Bjarnarins sem að varði 46 skot.

Leikurinn í tölum:

Mörk/stoðsendingar Björninn: 0/0

Mörk/stoðsendingar SR: #15 Mirek Kirvanek 2/0, #20 Úlfar Andrésson 1/0, #14 Stefán Hrafnsson 1/0, #25 Zednek Prochazka 0/2, #21 Þorsteinn Björnsson 0/1, #22 Andy Luhovy 0/1

Skot á mark/mark Björninn: 16/0

Skot á mark/mark SR: 50/4

Refsingar Björninn: samtals 18 mínútur, 9x2 mínútur

Refsingar SR: samtals 43 mínútur, 9x2 mínútur einnig 5mínútur +20 mín.brottvísun úr leik (GM) fyrir Guðmund Björgvinsson

Dómari leiksins var Snorri Gunnar Sigurðarson, línumenn Grímur Bjarnason og Sigrún Agatha Árnadóttir.