Björninn - Skautafélag Akureyrar umfjöllun

Úr leik liðanna sl. laugardag
Úr leik liðanna sl. laugardag

Í síðari leik dagsins í Egilshöll mættu lið Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar í meistaraflokki kvenna. SA-konur báru sigurorð af Birninum með þremur mörkum gegn tveimur.

Þetta var þriðji leikur liðanna á þessu tímabili en í fyrri tveimur leikjunum höfðu liðin skipt með sér sitthvorum sigrinum. Bjarnarkonur komust yfir um miðja fyrstu lotu með marki frá Flosrúnu Vöku Jóhannesdóttir. Tveimur mínútum síðar jafnaði Díana Mjöll Björgvinsdóttir leiki fyrir SA-konur.

Í annarri lotu sóttu gestirnir öllu meira og uppskáru eftir því. Fljótlega í lotunni kom Silvía Rán Björgvinsdóttir SA-konum yfir en þetta var jafnframt eina markið sem var skorað var í lotunni.

Fljótlega eftir miðja þriðja lotu bættu SA-konur enn í þegar fyrrnefnd Silvía Rán marki við fyrir þær og staða þeirra orðin vænleg. Karen Þórisdóttir svaraði hinsvegar fyrir Bjarnarkonur áður en mínúta var liðin en lengra komust þær ekki og stigin þrjú því SA-kvenna.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1/0
Karen Þórisdóttir 1/0
Alda Kravec 0/2

Refsingar Björninn: 10 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA:

Silvía Rán Björgvinsdóttir 2/0
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 1/1
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 0/1

Refsingar SA: 4 mínútur

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH