Björninn sigraði SA-Jötna, 6 - 5.

Í gærkvöldi áttust við á Akureyri SA-Jötnar og Björninn, en þetta var í fyrsta skiptið sem þessi tvö lið mætast.  Leikurinn var hraður, jafn og spennandi frá upphafi til enda en lauk með sigri Bjarnarins sem skoraði 6 mörk á móti 5 mörkum heimamanna.  
Loturnar fóru 1 - 1, 3 - 3 og 2 - 1.
Þá er staðan orðin þannig í deildinni að SA-Víkingar eru með 3 stig eftir einn leik, Björninn 3 stig eftir tvo leiki, SA-Jötnar 3 stig eftir tvo leiki og SR með 0 stig eftir einn leik.  Næstu leikir verða á þriðjudaginn en þá fara fram tveir leikir.  Víkingar og Jötnar takast á fyrir norðan og Björninn tekur á móti SR í Egilshöllinni.
Spennandi verður að fylgjast með öllum þessum viðureignum því af fyrstu leikjum tímabilsins að dæma, sem og æfingaleikjunum sem fram fóru í byrjun september, þá eru öll liðin mjög jöfn að styrkleika og allt útlit fyrir spennandi vetur.   Mörk/stoðsendingar SA Jötna:
Jón B. Gíslason 2/2
Josh Gribben 1/0
Sigurður Reynisson 1/0
Björn Már Jakobsson 1/0
Orri Blöndal 1/0
Refsimínútur SA Jötna: 24 mínútur   Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Úlfar Jón Andrésson 2/0
Matthías S. Sigurðsson 1/2
Hjörtur G. Björnsson 1/1
Trausti Bergmann 1/0
Brynjar Bergmann 1/0
Gunnar Guðmundsson 0/1
Róbert Freyr Pálsson 0/1
Einar Sveinn Guðnason 0/1
Refsimínútur Björninn: 4 mínútur
Á meðfylgjandi mynd, sem Sigurgeir Haraldsson tók á leiknum í gær, má sjá Matthías Sigurðsson skora fram hjá Einari Eylandi í marki Jötna.