Björninn - SA Ynjur umfjallanir

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Björninn og SA Ynjur mættust tvisvar sinnum í meistaraflokki kvenna um helgina og fóru leikirnir fram í Egilshöll.

Fyrri leikurinn fór fram á laugardagskvöldið og í honum fóru Bjarnarkonur með sigur af hólmi en þær gerðu fjögur mörk gegn tveimur mörkum gestanna í Ynjum.
Bjarnarkonur hófu leikinn með því að sækja meira en um miðja lotuna misstu þær leikmann í refisiboxið og Guðrún Marin Viðarsdóttir refsaði þeim fyrir það og Ynjur komnar með forystu. Bjarnarkonur náðu hinsvegar að svara fyrir sig um mínútu síðar og var þar að verki Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir.
Leikurinn jafnaðist nokkuð í annarri lotu en aftur voru það norðankonur úr Ynjum sem náðu forystunni en þar var á ferðinni Silvía Björgvinsdóttir en þetta var jafnframt eina mark lotunnar.
Bjarnarkonur settu í sóknargírinn í þriðju og síðustu lotunni. Hrund Thorlacius jafnaði metin fyrir þær fljótlega í lotunni og rétt eftir miðja lotu kom Kristín Ingadóttir þeim yfir. Það var síðan Thelma María Guðmundssdóttir, fyrrum leikmaður SA, sem gulltrygði stigin þrjú þegar um tvær og hálf mínúta lifði leiks.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Thelma María Guðmundsdóttir 1/2
Kristín Ingadóttir 1/1
Hrund Thorlacius 1/0
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 1/0

Refsingar Björninn: 4 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA Ynjur:

Silvía Björgvinsdóttir 1/1
Guðrún Marín Viðarsdóttir 1/0

Refsingar SA Ynjur: 4 mínútur.


Síðari leikur liðanna í tvíhöfðanum fór fram á sunnudagsmorngninum. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði fjögur mörk gegn þremur mörkum SA Ynja.
Nokkur breyting hafði orðið á heimaliðinu en m.a. áttu Hrund Thorlacius og Thelma María Guðmundsdóttir ekki heimangegnt en Björninn hafði hinsvegar fengið Öldu Kravec inn sem lánsmann.
Það var eimitt fyrrnefnd Alda sem kom Bjarnarkonum yfir strax á fjórðu mínútu fyrstu lotu en jafnræði var með liðunum í lotunni.
Hlutirnir fóru hinsvegar að gerast í annarri lotu því strax á fyrstu mínútu lotunnar jafnaði Sivlía Björgvinsdóttir metin fyrir Ynjur. Flosrún Vaka kom hinsvegar Bjarnarkonum yfir nokkru síðan en einum fleiri jafnið Kolbrún Garðarsdóttir metin fyrir Ynjur. Steinunn Sigurgeirsdóttir sá hinsvegar til þess að Björninn væri yfir áður en önnur lota var á enda en mark hennar kom þegar ein mínúta lifði lotunnar. Staðan því  3 – 2 í lotulok.
Ynjur náðu síðan aftur að jafna metin um miðja 3ju lotu með marki frá Ragnhildi Kjartansdóttir en skömmu síðar tryggði Flosrún Vaka stigin þrjú.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 2/0
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 1/2
Alda Kravec 1/1
Védís Valdimarsdóttir 0/1
Sigrún Sigmundsdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 8 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA Ynjur:

Silvía Björgvinsdóttir 1/1
Kolbrún Garðarsdóttir 1/0
Ragnhildur Kjartansdóttir 1/0
Guðrún Viðarsdóttir 0/1

Refsingar SA Ynjur: 4 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH