Björninn - SA Ynjur

Á laugardaginn fór fram einn leikur í meistaraflokki kvenna þegar Björninn og Ynjur léku. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði 7 mörk gegn 1 marki Ynja.
Segja má að Bjarnarstúlkur hafi verið sókndjarfari allan  leikinn en þrátt fyrir það tókst þeim einungis að skora eitt mark í fyrstu lotu en það mark gerði Ingibjör G. Hjartardóttir.
Í annarri lotu tóku Bjarnarstelpur hinsvegar öll völd á vellinum og settu ein fimm mörk á um sex mínútum og staðan orðin 6 – 0 þeim í vil.
Þriðja lotan var síðan jöfn hvað markaskorun varðar, þ.e. bæði lið settu eitt mark. Guðrún Viðarsdóttir skoraði mark SA Ynja úr víti en Kristín Ingadóttir átti mark Bjarnarstúlkna.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Ingibjör G. Hjartardóttir 2/2
Kristín Ingadóttir 2/0
Hanna R. Heimisdóttir 2/0
Steinunn Sigurgeirsdótttir 1/0
Sigrún Sigmundsdóttir 0/1
Sigríður Finnbogadóttir 0/1
Lilja M. Sigfúsdóttir 0/1

Refsimínútur Björninn: 4 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA Ynja:

Guðrún Marín Viðarsdóttir 1/0

Refsimínútur SA Ynja: 12 mínútur

Ljósmynd: Sigurgeir Haraldsson

HH