Björninn - SA Víkingar umfjöllun

Björninn og SA Víkingar léku á íslandsmótinu í íshokkí í Egilshöll á laugardagskvöld. Leiknum lauk með sigri SA Víkinga sem gerðu sjö mörk gegn þremur mörkum Bjarnarmanna. Með sigrinum tryggðu norðanmenn sér deildarmeistaratitilinn og heimleikjaréttinn í úrslitakeppninni.
Segja má að Víkingar hafi verið með leikinn nokkuð í hendi sér allan tímann  og strax eftir fyrstu lotu voru þeir komnir tveimur mörkum yfir  með mörkum frá Rúnar F. Rúnarssyni og Andra Má Mikaelssyni.
Önnur lota var á svipuðum nótum og sú fyrsta en Víkingar voru komnir í 0 – 5 forystu og sóknarþungi þeirra, rétt einsog í fyrri lotunni, tölvuvert meiri en heimamanna. Bjarnarmenn náðu þó að klóra í bakkann með mörkum frá Trausta Bergmann og Arnari Braga Ingasyni.
Litlar breytingar urðu í þriðju og  síðustu lotunni. Steinar Grettisson og Andri Már Mikaelsson bættu í forskotið hjá Víkingum áður en Trausti Bergmann minnkaði muninn fyrir Björninn.

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Trausti Bergmann 2/0
Arnar Bragi Ingason 1/1
Brynjar Bergmann 0/1
Sigursteinn Atli Sighvatsson 0/1

Refsingar Björninn: 47 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:
Andri Már Mikaelsson 2/2
Rúnar F. Rúnarsson 1/2
Andri Freyr Sverrisson 1/0
Sigurður S. Sigurðsson 1/0
Steinar Grettisson 1/0
Björn Már Jakobsson 0/2
Hilmar Freyr Leifsson 0/1

Refsingar SA Víkingar: 12 mínútur