Björninn - SA Víkingar umfjöllun

Björninn og SA Víkingar áttust við í meistaraflokki karla á ísnum í Egilshöll í gærkvöld. Leiknum lauk með sigri gestanna í SA Víkingum sem gerðu átta mörkum gegn þremur mörkum heimamanna í Birninum.
Í síðasta leik liðanna unnu Bjarnarmenn með fjórum mörkum gegn þremur, eftir gullmark í framlengdum leik og því gátu áhorrfendur átt vonandi spennandi leik.  
Það voru þó Bjarnarmenn sem áttu betri byrjun því strax í upphafi fyrstu lotu marki frá Brynjari Bergmann. Gestirnir fengu skömmu síðar gullið tækifæri til að jafna þegar Bjarnarmenn voru tveimur færri á ísnum en náðu ekki að nýta það sem skyldi. Það kom þó ekki að sök því skömmu eftir að Bjarnarliðið var fullmannað byrjuðu Víkingar að raða inn mörkum  og áður en lotan var á enda voru þau orðin fjögur.
Önnur lotan var öllu rólegri hvað markaskorun áhrærði. Björninn hóf hana með miklum látum en það var Orri Blöndal sem kom Víkingum í 1 – 5 eftir sex mínútna leik. Steindór Ingason minnkaði muninn fyrir Bjarnarmenn en sú sæla var skammvinn þvi Björn Már Jakobsson jók muninn í fjögur mörk skömmu síðar. Staðan því 2 – 6 eftir aðra lotu.
SA Víkingar héldu síðan áfram sínu striki í þriðju og síðustu lotunni og bættu við tveimur mörkum gegn einu marki Bjarnarmanna og tryggðu sér þar með öruggan sigur.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Brynjar Bergmann 1/0
Andri Steinn Hauksson 1/0
Steindór Ingason Andri Steinn Hauksson 1/0
Úlfar Jón Andrésson 0/1
Róbert Freyr Pálsson 0/1

Refsimínútur Björninn: 39 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:

Björn Már Jakobsson 2/0
Andri Freyr Sverrisson 2/0
Orri Blöndal 1/1
Rúnar Freyr Rúnarsson 1/0
Jón B. Gíslason 1/0
Ingólfur Elíasson 1/0
Stefán Hrafnsson 0/3
Andri Már Mikaelsson 0/2
Sigurður S. Sigurðsson 0/1
Jóhann Már Leifsson 0/1

Refsimínútur SA Víkingar: 34 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH