Björninn - SA Víkingar umfjöllun

Björninn og SA Víkingar léku á laugardaginn á Íslandsmótinu í íshokkí . Leiknum lauk með sigri Víkinga sem gerðu 5 mörk gegn 3 mörkum Bjarnarmanna.
Leikurinn var nokkuð harður og menn fastir fyrir  en það var Andri Freyr Sverrisson kom SA Víkingum  yfir og Andri Már Mikaelsson bætti við öðru. Matthías S. Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Björninn rétt fyrir lok fyrstu lotu og staðan því 1 – 2 eftir fyrstu lotu.
Bjarnarmenn riðu á vaðið með tveimur mörkum og komu sér yfir í leiknum 3 – 2. En á síðustu tveimur mínútum lotunnar náðu SA Víkingar þeir að setja tvö mörk og staðan því 3 -4. Segja má að þar hafi Bjarnarmenn fallið í svipaða gryfju og í leiknum gegn SR þegar þeir fengu á sig þrjú mörk á tveimur mínútum.
Strax í upphafi 3. lotu juku SA Víkingar forystuna með marki frá Rúnari F. Rúnarssyni og þar við sat.

Bæði lið sýndu ágætis spilamennsku í leiknum en íslandsmótið hefur farið ágætlega af stað með spennandi og skemmtilegum leikjum.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Trausti Bergmann 1/1
Matthías S. Sigurðsson 1/0
Róbert F. Pálsson 1/0
Brynjar Bergmann 0/1
Bergur Einarsson 0/1

Refsimínútur Björninn:  28 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA Víkingar:

Rúnar F. Rúnarsson 1/1
Andri Freyr Sverrisson
Andri Már Mikaelsson
Gunnar D. Sigurðsson
Jón Gíslason
Ingólfur T. Elíasson 0/2
Einar Valentine 0/1
Jóhann M. Leifsson 0/1
Björn M. Jakobsson 0/1

Refsimínútur SA Víkingar:  18 mínútur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH