Björninn - SA Víkingar umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Víkingar náðu í gærkvöld átta stiga forystu á Björninn eftir að liðin mættust í Egilshöllinni. Leiknum lauk með því að Víkingar gerðu fimm mörk gegn þremur mörkum Bjarnarmanna.   
Víkingar höfðu nokkura yfirburði í í fyrstu lotunni og komust fljótlega yfir með marki frá Ingþóri Árnasyni. Bjarnarmenn náðu hinsvegar að svara með marki frá Trausta Bergmann sem náði góðu skoti á nærstöngina.
Leikurinn jafnaðist Bjarnarmenn komu ákveðnir til leiks í byrjun annarrar lotu og komu sér í vænlega 3 -1 stöðu með mörkum frá Brynjari Bergmann og Fali Birki Guðnasyni. Víkingar voru hinsvegar ekki af baki dottnir og á stuttum kafla jöfnuðu þeir metin og komust yfir. Orri Blöndal átti fyrsta markið en þeir Andri Freyr Sverrisson og Jón B. Gíslason hin tvö.
Þriðja og síðasta lotan var því æsispennandi en þegar rúmlega þrjár mínútur voru til leiksloka gulltryggði Ingþór Árnason sigurinn fyrir Víkinga.
Undir lokin freistuðu Bjarnarmenn þess að minnka muninn með því að taka marmenn sinn af velli og fjölga í sókninni en  allt kom fyrir ekki.

Leikurinn mun innan skamms koma á síðu okkar sem heitir „Upptökur“ en einnig má þar finna viðtöl sem tekin voru á staðnum.

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:
Brynjar Bergmann 1/1
Trausti Bergmann 1/0
Falur Birkir Guðnason 1/0
Birkir Árnason 0/1

Refsingar Bjarnarins: 10 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Ingþór Árnason 2/0
Jón B. Gíslason 1/ 1
Andri Freyr Sverrisson 1/1
Orri Blöndal 1/0
Ben DiMarco 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1

Refsingar SA Víkinga: 12 mínútur.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH