Björninn - SA Víkingar umfjöllun

Frá leiknum á laugardag
Frá leiknum á laugardag

Bjarninn lagði á laugardaginn Víkinga í fyrsta deildarleik ársins með fimm mörkum gegn engu en leikurinn fór fram í Egilshöll.

Það var Falur Birkir Guðnason sem kom Birninum yfir um miðja lotu með marki af stuttu færi en markið var nokkuð gegn gangi leiksins. Þetta var jafnframt eina mark lotunnar og Björninn fór því með 1 – 0 forystu inn í hlé.
Bjarnarmenn bættu síðan í forystuna strax á upphafsmínútu annarrar lotu og aftur var það Falur sem var á ferðinni en hann átti einnig markið sem kom um sjö mínútum síðar og þrennan því komin í hús hjá honum. Hrólfur Gíslason átti síðan lokaorð lotunnar og staðan 4 – 0 heimamönnum í vil.
Í þriðju og síðustu lotunni kláruðu Bjarnarmenn dæmið endanlega þegar langt var liðið á lotun. Markið átti Úlfar Jón Andrésson eftir undirbúning frá Trausta Bergmann. 
Ómar Smári Skúlason fór mikinn í marki Bjarnarins en fyrrum félagar hans í Víkingum áttu töluverðan fjölda færa til að koma sér inn í leikinn.

Með sigrinum minnkuðu Bjarnarmenn muninn í topplið Víkinga niður í þrjú stig en bæði liðin hafa leikið fimmtán leiki.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Falur Birkir Guðnason 3/0
Hrólfur Gíslason 1/2
Úlfar Jón Andrésson 1/0
Lars Foder 0/3
Birkir Árnason 0/1
Trausti Bergmann 0/1

Refsingar Bjarnarins: 4 mínútur.

Refsingar SA Víkingar: Engar

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH