Björninn - SA Víkingar umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

SA Víkingar unnu Björninn sl. laugardagskvöld  með fjórum mörkum gegn þremur eftir að jafnt hafði verið 3 – 3 að loknum hefðbundnum leiktíma.  Um toppslag í deildinni var aðræða en fyrir leikinn höfðu SA Víkingar fimm stiga forskot á Björninn.
Leikurinn var hörkuspennandi alveg frá byrjun og liðin skiptust á að sækja en það voru Bjarnarmenn sem komust yfir sjö mínútur voru liðnar af leiknum með marki frá Oskars Valters. Einum fleiri náðu Víkingar hinsvegar að jafna en markið átti Ben DiMarco. Einar Valentine kom svo Víkingum yfir skömmu síðar en þetta var jafnframt síðasta markið í lotunni.   Sveiflurnar í leiknum héldu hinsvegar áfram því á stuttum tíma um miðbik lotunnar komust Bjarnarmenn aftur yfir með tveimur mörkum frá Lars Foder. Sú sæla var hinsvegar skammvinn því  Andri Már Mikaelsson jafnaði  metin skömmu síðar Þriðja lotan var síðan markalaus og því framlengt uppá gullmark. Fljótlega í framlenginunni töldu Bjarnarmenn að Nicolas Antonoff hefði tryggt þeim aukastigið sem var í boði en eftir smá rekistefnu dæmdi dómari leiksins svo ekki vera. Andri Már Mikaelsson tryggði síðan Víkingum fyrrnefnd stig skömmu síðar.

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Lars Foder 2/0
Oskars Valters 1/0
Falur Birkir Guðnason 0/2
Birkir Árnason 0/1
Nicolas Antonoff 0/1

Refsingar Bjarnarins: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Andri Már Mikaelsson 2/0
Ben Di Marco 1/1
Einar Valentine 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/2
Jón B. Gíslason 0/1

Refsingar SA Víkinga: 10 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH