Björninn - SA Valkyrjur umfjöllun.

Á laugardagskvöld léku lið Bjarnarins og SA Valkyrja á íslandsmótinu í meistaraflokki kvenna í Egilshöll. Fyrir leikinn hafði hvorugt liðið tapað leik en Bjarnarstelpur höfðu þó tapað einu stigi  í leik gegn SA Ynjum. Skemmst er frá því að segja að SA Valkyrjur unnu leikinn en þær gerðu tvö mörk gegn einu marki Bjarnarstúlkna.
Það voru þó Bjarnarstúlkur sem byrjuðu betur en Ingibjörg Hjartardóttir kom þeim yfir með marki á þrettándu minute eftir stoðsendingu frá Hönnu Rut Heimisdóttir.
Í annarri lotu náðu SA Valkyrjur að jafna þegar skammt var til loka lotunnar en markið skoraði Díana Mjöll Björgvinsdóttir en Hrönn Kristjánsdóttir átti stoðsendinguna.
Það leit síðan allt út fyrir að leikurinn færi í framlengingu en á lokasekúndum þriðju lotunnar, nánar tiltekið þegar 11 sekúndur lifðu leiks, skoraði Sarah Smiley sigurmark SA Valkyrja eftir stoðsendingu frá Guðrúnu Blöndal.

Mynd Sigurgeir Haraldsson

HH