Björninn - SA úrslit.

Björninn vann á laugardagskvöldið sanngjarnan sigur á Skautafélagi Akureyrar. Staðan eftir fyrsta þriðjung var 3-3 og útlit fyrir að um spennandi leik yrði að ræða. SA-mönnum var hinsvegar fyrirmunað að skora það sem eftir lifði leiks. Bjarnarmenn bættu hinsvegar við tveimur mörkum í öðrum leikhluta og í seinasta leikhlutanum bættu þeir einu marki við og endaði leikurinn því 6 - 3 Bjarnarmönnum í vil.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Sergei Zak 3/0
Brynjar Freyr Þórðarson 2/1
Kolbeinn Sveinbjarnarson 1/0
Daði Örn Heimisson 0/3
Vilhelm Már Bjarnason 0/1
Matthías Skjöldur 0/1

Brottvísanir Björninn: 56 mín.

Mörk/stoðsendingar SA:

Helgi Gunnlaugsson 2/0
Steinar Grettisson 1/0
Sigurður Óli Árnason 0/1
Jón B. Gíslason 0/1
Birkir Árnason 0/1
Sindri Már Björnsson 0/1

Brottvísanir SA: 38 mín.

HH