Björninn - SA umfjöllun síðari leikur

Seinni leikur Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar fór fram í Egilshöll í kvöld en leiknum lauk með sigri Skautafélags Akureyrar sem gerði 6 mörk gegn 3 mörkum heimamanna í Birninum. Rétt eins og í leiknum kvöldið áður var leikurinn rétt nýhafinn þegar fyrsta markið kom. Markið gerði Josh Gribben fyrir norðanmenn en Josh átti eftir að koma mikið við sögu í leiknum. Bjarnarmenn svöruðu hinsvegar fyrir sig með tveimur mörkum frá Daða Erni Heimissyni og Arnari Braga Ingasyni. En fyrrnefndur Josh Gribben sá hinsvegar til þess að norðanmenn væru yfir þega farið var í leikhlé. Á þriggja mínútna kafla náði hann að gera tvö mörk en mörkin gerði hann án stoðsendingar. Miðlota leiksins var öllu rólegri hvað markaskorun áhrærði en í henni náði bæði lið að gera eitt mark. Matthías S. Sigurðsson sá um mark Bjarnamanna en Andri Már Mikaelsson sá um mark SA-manna. Norðanmenn skoruðu sitt þegar þeir voru tveimur mönnum fleiri á vellinum en kerfi þau sem þeir beita manni fleiri (í power play) hafa verið ansi árangursrík þetta árið. Staðan eftir annan leikhluta því 3 – 4 norðanmönnum í vil þegar gengið var inn í þriðja leikhluta. SA-menn hleyptu Bjarnarmönnum lítið inn í leikinn í síðustu lotu leiksins en bættu sjálfir við tveimur mörkum. Fyrst skoraði reynsluboltinn Sigurður S Sigurðsson og síðan Sindri Már Björnsson en á þeim kafla var Stefán Hrafnsson öflugur í stoðsendingunum.

Lotur: 2 – 3, 1 – 1, 0 – 2.


Mörk/ stoðsendingar Björninn:

Daði Örn Heimisson 1/0
Anrnar Bragi Ingason 1/0
Matthías S Sigurðsson 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 0/2
Kolbeinn Sveinbjarnarson 0/1

Brottvikningar Björninn: 10 mín.

Mörk/stoðsendinga SA:

Josh Gribben 3/0
Andri Már Mikaelsson 1/1
Sigurður S Sigurðsson 1/0
Sindri Már Björnsson 1/0
Stefán Hrafnsson 0/3

Steinar Grettisson 0/1

Brottvikningar SA: 20 mín.

Dómari leiksins var Snorri Gunnar Sigurðsson

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH