Björninn - SA umfjöllun

Skautafélag Akureyrar vann á laugardaginn auðveldan sigur á Birninum þegar liðin mættust í Egilshöllinni. Leiknum lauk með því að SA-menn gerðu 7 mörk gegn 2 mörkum heimamanna. Einungis voru liðnar tæpar fjórar mínútur af leiknum þegar Orri Blöndal koma gestunum yfir. Eftir það jafnaðist leikurinn um stund og bæði lið sóttu nokkuð jafnt. Á síðustu fimm mínútum lotunnar gerðu SA-menn hinsvegar fjögur mörk og segja má að á þeim tíma hafi ekki staðið steinn yfir steini hjá liði Bjarnarins. Staðan því 0 – 5 SA í vil eftir fyrstu lotu. Í annarri lotu náðu Bjarnarmenn að sækja nokkuð á meðan Akureyringar eyddu nokkurm tíma í refsiboxinu. Engin mörk litu þó dagsins ljós í lotunni. SA-menn juku svo enn muninn í byrjun þriðju lotu en að lokum náðu Bjarnarmenn að svara fyrir sig var þar að verki Úlfar Jón Andrésson. Liðin bættu svo við sitt hvoru markinu áður en leik lauk og úrslitin því einsog áður sagði 2 -7 fyrir gestina. 
 
Mörk/stoðsendingar SA:

Steinar Grettisson 3/0
Orri Blöndal 2/1
Helgi Gunnlaugsson 1/2
Ingvar Þór Jónsson 1/0
Stefán Hrafnsson 0/2
Andri Freyr Sverrisson 0/1
Sigurður Árnason 0/1
Björn M. Jakobsson 0/1
Sigmundur Sveinsson 0/1

Refsimínútur SA: 26 mín

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Úlfar Jón Andrésson 1/0
Birgir Hansen 1/0
Gunnar Guðmundsson 0/1

Refsimínútur Björninn: 22 mín.


Segja má að öllu meiri spenna hafi verið í síðari leik kvöldsins þar sem við áttust Björninn og SA-eldri í meistaraflokki kvenna. Bjarnarstelpur höfðu frumkvæðið í leiknum en norðanstúlkur hleyptu þeim þó aldrei langt framúr. Það var Flosrún Vaka sem kom Bjarnarstelpum tveimur mörkum yfir í fyrstu lotu en rétt áður en henni lauk minnkaði Anna Sonja Ágústsdóttir muninn fyrir SA-stelpur. Í annarri lotu bættu Bjarnarstelpur við marki strax í byrjun lotunnar en aftur minnkuðu SA-stelpur muninn með marki frá Söru Smiley. Rétt undir lok lotunnar kom Hanna Rut Heimisdóttir heimastúlkum aftur tveimur mörkum yfir og staðan því 4 – 2 eftir aðra lotu. Rósa Guðjónsdóttir hleypti svo spennu í leikinn þegar um tvær mínútur voru eftir með því að setja mark fyrir SA en Bjarnarstúlkur héldu út og sigurinn var þeirra.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Hanna Rut Heimisdóttir 2/1
Flosrún Vaka 2/1
Sólveig Dröfn Andrésdóttir 0/1
Vala Stefánsdóttir 0/1

Refsimínútur Björninn: 12 mín.

Mörk/stoðsendingar SA:

Sarah Smiley 1/2
Anna Sonja Ágústsdóttir 1/0
Rósa Guðjónsdóttir 1/0

Refsimínútur SA: 45 mín.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH