BJÖRNINN - SA UMFJÖLLUN 2. LEIKUR Í ÚRSLITUM

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Annar leikurinn í úrslitakeppni kvenna fór fram í gærvköld þegar Björninn og SA mættust í Egilhöllinni. Leiknum lauk með sigri SA sem gerði fjögur mörk gegn einu marki Bjarnarkvenna. Með sigrinum tryggðu SA-konur sér íslandsmeistaratitilinn árið 2015.

Bjarnarkonur létu þó gestina í SA hafa töluvert meira fyrir hlutunum heldur en í leiknum sem fram fór á þriðjudaginn enda lið þeirra fullmannað. SA-konur höfðu þó mest allan tímann frumkvæðið í leiknum og sóttu stíft á köflum.
Það var einungis rétt um ein mínúta eftir af fyrstu lotu þegar fyrsta markið kom en það átti Silvía Rán Björgvinsdóttir eftir að hafa skautað upp meira og minna allan völlinn. Það var jafnframt eina mark lotunnar.
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir jafnaði leikinn fyrir Bjarnarkonur um miðja aðra lotu eftir að hafa komist ein í gegn á móti markmanni SA-stúlkna. Síðustu fimm mínútur lotunnar reyndust hinsvegar SA-konum vel því á þeim tíma gerðu þær þrjú mörk. Jónína Margrét Guðbjartsdóttir og Sunna Björgvinsdóttir gerðu sitthvort á sömu mínútunni og fyrrnefnd Silvía Rán það síðasta skömmu fyrir lotulok. 
Leikurinn jafnaðist nokkuð í síðustu lotunni en lengra komust liðin ekki að þessu sinni. Mark Bjarnarins:

Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 1 /0

Refsingar Bjarnarins: 6 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA:

Silvía Rán Björgvinsdóttir 2/0
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir  1/0
Sunna Björginsdóttir 1/0
Eva María Karvelsdóttir 0/1
Linda Brá Sveinsdóttir 0/1
Guðrún K. Blöndal 0/1

Refsingar SA: 4 mínútur.

Myndir: Elvar Freyr Pálsson

Við óskum SA til hamingju með titilinn.

HH