Björninn - SA umfjöllun

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Síðari viðureign helgarinnar var leikur Bjarnarins og SA í meistaraflokki karla og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins sem gerði fjögur mörk gegn þremur mörkum SA-manna eftir að jafnt hafði verið að loknum hefðbundnum leiktíma.
Strax á 6. mínútu kom Arnar Breki Elfar Birninum yfir og það var ekki fyrr en á síðustu mínútu lotunnar sem norðanmenn jöfnuðu með marki frá Ben DiMarco sem virðist í hörkuformi eftir veru sína hjá andfætlingum.. Önnur lota fór á sama veg. Bæði lið gerðu eitt mark enda nokkuð jafnræði með liðunum. Í þriðju og síðusut lotunni kom Einar Valentine, sem tekið hefur fram skautana að nýju eftir nokkurt hlé, SA-mönnum yfir. Úlfar Jón Andrésson sá hinsvegar til þess að Björninn komst í framlengingu en hann átti einnig gullmarkið sem skildi liðin að í lokin.
Bjarnarmenn náði ágætis spilamennsku en liðið hefur misst marga leikmenn frá síðasta tímabili. Norðanmenn munu sjálfsagt, einsog mörg undanfarin tímabil, bæta í þegar á líður.

Mörk/stoðsendingar Bjarnarins:

Úlfar Jón Andrésson 2/1
Arnar Breki Elfar 1/0
Lars Foder 1/0
Birkir Árnason 0/1
Nicolas Antonoff 0/1
Aron Knútsson 0/1

Refsingar Björninn: 20 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA

Ben DiMarco 2/0
Einar Valentine 1/0
Jón B. Gíslason 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Orri Blöndal 0/1

Refsingar SA: 20 mínútur

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH