Björninn - SA kvk umfjöllun

Síðari leikur Bjarnarins og SA í meistaraflokki kvenna lauk með sigri Bjarnarins sem skoraði 2 mörk gegn 1 marki SA stúlkna. Af þeim fimm leikjum sem liðin hafa leikið í vetur hefur þremur þeirra lyktað með eins marks sigri annars liðsins. Þetta sýnir að liðin eru mjög svo jöfn að getu og dagsformið ræður að mestu. Eins og daginn áður voru það byrjendur sem hófu leikinn á laugardaginn en síðan tóku meistaraflokkurinn við. Öll mörk leiksins voru skoruð í annarri lotu en Bjarnarstúlkur komust í 2 - 0 áður en SA minnkaði muninn.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Sigríður Finnbogadóttir 1/0
Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/0
Hanna Rut Heimisdóttir 0/1
Kristín Sunna Sigurðardóttir 0/1

Brottvísanir Björninn: 32 mín.

Mörk/stoðsendingar SA:

Sarah Smiley 1/0
Hildur Ösp Hilmisdóttir 0/1
Hrund Thorlacius 0/1

Brottvísanir SA: 16 mín.

HH