Björninn - SA Jötnar umfjöllun.

Björninn og SA Jötnar léku á íslandsmótinu í íshokkí í Egilshöll á föstudagskvöld. Leiknum lauk með sigri Jötna sem gerðu 5 mörk gegn 3 mörkum Bjarnarmanna.
Bjarnarmenn komu ákveðnir til leiks í fyrstu lotu og sóttu með góðum árangri í lotunni því þegar henn lauk  3 – 1 þeim í vil. Trausti Bergmann opnaði markareikninginn fyrir Bjarnarmenn eftir stoðsendingu frá Matthíasi Skildi Sigurðssyni.  Strax á næstu mínútu bætti Úlfar Jón Andrésson við marki.
Stefán Hrafnsson svaraði hinsvegar fyrir Jötna eftir stoðsendingu frá Jóni B Gíslasyni. Bjarnarmenn áttu hinsvegar lokaorðið í lotunni en það var Hjörtur Geir Björnsson sem tryggði þeim 3 -1 forystu í lotulok.
Í annarri lotunni jafnaðist leikurinn nokkuð og ef eitthvað var voru Jötnar sókndjarfari. Þeir uppskáru líka eitt mark í lotunni en það gerði Andri  Már Mikaelsson og staðan orðin 3 – 2
Þrátt fyrir að jafnræði nokkuð jafnræði væru með liðunum í síðustu lotu voru það Jötnar sem skoruðu mörkin.  Josh Gribben jafnaði fyrir þá metin en seinustu tvö mörkin átti Jón B. Gíslason.

Mörk/stoðsendingar Björninn:
Hjörtur Geir Björnsson 1/1
Úlfar Jón Andrésson 1/0
Trausti Bergmann 1/0
Matthías S. Sigurðsson 0/1
Daði Örn Heimisson 0/1

Refsimínútur Björninn: 14 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA Jötnar:
Jón B. Gíslason 2/1
Stefán Hrafnsson 1/2
Andri Már Mikaelsson 1/0
Josh Gribben 1/0
Björn M. Jakobsson 0/2

Refsimínútur SA Jötnar: 20 mínútur.

Björninn og SA Jötnar léku síðari leik sinn um þessa helgi í Egilshöllinni á laugardagskvöld. Leiknum lauk með sigri SA Jötna sem gerðu 4 mörk gegn 3 mörkum Bjarnarmanna.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrstu lotu en Jötnar nýttur sér að vera einum fleiri þegar tæpar fjórtán mínútur voru liðnar af lotunni Það var Jón B. Gíslason sem skoraði markið án stoðsendingar. Þrátt fyrir að Bjarnarmenn bættu í sóknina í annarri lotu kom ekkert mark frá þeim né Jötnum.
Það var svo í þriðju lotu sem mörkin fóru að streyma inn. Falur Birkir Guðnason jafnaði leikinn á fimmtu mínútu lotunnar fyrir Bjarnarmenn. Ingþór Árnason var hinsvegar fljótur að svara fyrir Jötna með skoti frá bláu línunni. Þetta var jafnframt fyrsta mark Ingþórs í meistaraflokki.  Jón B. Gíslason bætti svo enn við forskot þeirra með marki tveimur mínútum síðar. Bjarnarmenn neituðu hinsvegar að gefast upp og á næstu fimm mínútum jöfnuðu þeir metin. Þar voru á ferðinnni  Hjörtur G Björnsson og Andri Steinn Hauksson. En Jötnar áttu lokaorðið og tveimur fleiri á ísnum skoraði  Helgi Gunnlaugsson markið sem skildi liðin að í lokin.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Hjörtur G. Björnsson 1/1
Falur Birkir Guðnason 1/0
Andri Steinn Hauksson 1/0
Úlfar Jón Andrésson 0/1

Refsimínútur Bjarnarins: 12 mínútur

Mörk/stoðsendingar SA Jötnar:

Jón B. Gíslason 2/1
Ingþór Árnason 1/0
Helgi Gunnlaugsson 1/0
Stefán Hrafnsson 0/1

Refsimínútur SA Jötna: 37 mínútu
r.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH