Björninn - SA í kvennaflokki; 2 - 3

Í kvöld fór fram í Egilshöllinni annar leikurinn í úrslitaeinvíginu í kvennaflokkið á milli Bjarnarins og SA.  Leikurinn fór fram í Egilshöllinni, en minnstu munaði að leikurinn yrði spilaður í Laugardalnum vegna bilunar í ísheflli Egilshallar.  Það slapp þó til á síðustu stundu og einungis varð 10 mínútna töf á leiknum.

Loturnar fóru 3 - 0, 0 - 0 og 0 - 2. 

Líkt og sjá má á tölunum fór SA betur af stað en Birninum tókst að hleypa spennu í leikinn á síðustu mínútunum þar sem litlu munaði að þeim tækist að jafna.  Staðan í einvíginu er þá orðin 2 - 0 fyrir SA og næsti leikur fer fram á Akureyri á miðvikudaginn.  Þrátt fyrir þessa stöðu getur allt gerst enn eins og sýndi í úrslitakeppni karla og því má gera ráð fyrir spennandi leik fyrir norðan.

Mörk SA skoruðu Sarah Smiley, Hrund Thorlacius og Birna Baldursdóttir Mörk Bjarnarins skoruðu Flosrún Jóhannesdóttir og Hanna Heimisdóttir

Þeir ánægjulegu fréttir bárust í dag að sjónvarpsstöðin N4 mun sýna leikinn beint og mun það verða í fyrsta skiptið sem sýnt verður beint frá íslenskum kvenna-íshokkíleik.

Meðfylgjandi mynd tók Sigurgeir Haraldsson í fyrstu viðureign liðanna á laugardaginn.

Jóhann Ævarsson var með "ó"beina lýsingu frá leiknum - skemmtileg lesning sem fær að fljóta hér með.  
I.                    Leikhluti.   Akureyrar stúlkurnar unnu fyrsta uppkastið og var ekki liðin nema hálf mín. Af leiknum, Þegar leikmaður SA no. 13 Guðrún Blöndal var rekin útaf fyrir slassing.  Leikurinn hélt áfram og sóttu norðanstúlkurnar stíft að marki Bjarnar kvenna.  Birnurnar áttu þó beittar stungur inn á milli og komust í nokkur færi sem nýttust ekki.  Á 5. Min. náði leikmaður SA no. 9 Sarah Smiley að komast í gegnum vörn Bjarnarkvenna og skora firsta mark leiksins.  Ekki var að sjá að það hefði nokkur áhrif til hinns verra á Birnurnar en bitu þær í skjaldrendur og sóttu stíft að marki Akureyringa en án árangurs. Á 10 min var leikmaður Bjarnarinns no. 16 Ingibjörg Hjartardóttir rekin útaf fyrir slassing og voru Akureyrar vífin fljót að nýta sér tækifærið og skoraði leikmaður no. 14 Hrund Thorlacíus annað mark akureyringa á 11 min. leiksins. Fyrsti leikhluti gekk nokkuð tíðindalítið áfram með sóknum á báða bóga og var gaman að sjá kve hraður og jafn leikurinn var oft á tíðum.  Á 17. min. átti svo leikmaður SA no. 20 Þorbjörg Geirsdóttir frábæra sendingu fyrir mark Bjarnarkvenna á leikmann no. 5  Birnu Baldursdóttur sem hammraði pökkinn í markið svo engum vörnum var við komið. 1. Leikhluta líkur SA-3 Björninn 0.  
II.                  Leikhluti.   Bjarnarkonur hófu 2. Leikhluta með stífri sókn en urðu að hörfa eftir að hafa misst fyrirliða sinn no. 6 Elvu Hjálmarsdóttur útaf, fyrir holding.  Hófst þá langur pressukafli Akureyringa í varnarsvæði Bjarnarkvenna en var vörnin þétt og markvarðssla Karítasar S. Halldórsdóttur frábær.  Á 12. Min. leiksins tók Þjálfari Bjarnarinns leikhlé og var ljóst að staðgóða tölu hafa stúlkurnar fengið frá honum, því baráttugleðin var sem aldrei fyrr og mátti manni skiljast að nú yrði tekið á því. Akureyrar vífin notuðu leikhléið líka af kostgæfni og komu grimmar til leiks. Var hart barist á báða bóga og mörg færi sem ekki nýttust.  Tvívegis náðu SA konur að pekkinum eftir slæm varnarmistök Bjarnarkvenna og komust einar í gegn. En þar var Karitas Sif Halldórsdóttir föst fyrir sem klettur og lokaði markinu. Á 17. Min. var leikmanni SA no. 7 Katrínu Hrund Ryan vikið af ísnum fyrir krækju (Hooking). Leikhluta líkur SA-0 Björninn-0.  
III.                Leikhluti.   SA hóf 3. Leikhluta með stórsókn sem stóð í rúmar 3. min án marks.  Á 5. min var leikmaður SA no 2  Guðrún Marín Viðarsdóttir rekin útaf fyrir holding. Leikurinn gekk með vaxandi hörku á báða bóga og á 8. Min var leikmanni SA no. 13 Guðrúnu Blöndal vikið af ísnum fyrir holding. Var nú sótt á báða bóga og mátti sjá að Akureyringar mæddust nokkuð. Á  9. min var leikmanni Bjarnarinns vikið af ísnum fyrir Holding en stuttu seinna skoraði leikmaður Bjarnarinns no. 19 Kristín Ingadóttir fyrsta mark Bjarnarkvenna. Enn var barist hart og á 12 min fékk leikmaður SA no 4 Védís Áslaug Valdimarsdóttir tveggja min. brottvísun fyrir olnboga en það nýttu Birnur sér umsvifalaust og skoraði leikmaður no. 17 Flosrún Vaka Jóhannesdóttir eftir stoðsendingu frá leikmanni no. 16 Ingibjörgu Guðríði Hjartardóttur.  Í lok leiksins gerðu Akureyrarstúlkurnar harða hríð að Bjarnarmarki en án árangurs þar var fyrir öflug vörn og Karitas markmaður sem kivikuðu kvergi.  Leikhluta líkur SA-0 Björninn-2 Leiknum lauk með sigri Skautafélags Akureyrar og verður spennandi að sjá hvernig næsti leikur í úrslitakeppni kvenna fer.  

Skot á mark      SA-33          
Björninn 23



Refsingar         
SA 10 min. 
Björninn 6 min.