Björninn - SA Ásynjur umfjöllun

Frá leik Bjarnarins og SA Ásynja
Frá leik Bjarnarins og SA Ásynja

Björninn og SA Ásynjur áttust við í meistaraflokk kvenna sl. laugardag og lauk leiknum með sigri Ásynja sem gerðu þrjú mörk gegn tveimur mörkum Bjarnarkvenna eftir að staðan hafði verið jöfn að loknum hefðbundnum leiktíma.

Þetta er í annað sinn sem liðin mætast á tímabilinu en fyrri leik liðanna lauk með öruggum sigri Ásynja sem gerðu fimm mörk án þess að Bjarnarkonur næðu að svara fyrir sig.  
Hvorugt liðið. Ásynjur skoruðu hinsvegar strax á fyrstu mínútu annarrar lotu og þar var á ferðinni Silvía Björgvinsdóttir. Þremur mínútum síðar bætti Jónína Guðbjartsdóttir við öðru marki fyrir Ásynjur og staða Bjarnarkvenna því orðin erfið. Þær gerðu sér hinsvegar litið fyrir og jöfnuðu leikinn á innan við þremur mínútum skömmu eftir miðja lotuna. Fyrra markið átti Kristín Ingadóttir en það síðar Karen Þórisdóttir. 
Þriðja lotan var síðan markalaus og því þurfti að framlengja. Þar höfðu Ásynjur betur og strax á annarri mínútu lotunnar tryggði Silvía Rán Björgvinsdóttir þeim aukastigið sem í boði var.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Karen Þórisdóttir 1/0
Kristín Ingadóttir 1/0
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 4 mínútur

Mörk/stoðsendingar Ásynjur: 

Silvía Rán Björgvinsdóttir 2/0
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 1/0
Katrín Ryan 0/2
Linda Brá Sveinsdóttir 0/1
Guðrún Marín Viðarsdóttir 0/1

Refsingar SA Ásynjur: 12 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson.

HH