Björninn og Esja mætast í Hertz-deild karla í kvöld!

Nú er farið að síga verulega á seinni hlutann á tímabilinu en einungis eru 4 leikir eftir, að leik kvöldins meðtöldum. SA situr á toppnum með 42 stig, Esja er á harðaspretti á eftir þeim með 38 stig.  Björninn er með 32 stig og SR kemur síðan þar á eftir með 20 stig.

Með sigri í kvöld getur Esja tryggt sig inn í úrslit á sama tíma getur Björninn, með sigri í kvöld og í sínum næsta leik gegn SA, jafnað Esju að stigum.

Það verður því hörkuleikur í Egilshöll í kvöld!