Björninn Narfi í kvöld

Í kvöld kl. 20:00 taka Bjarnarmenn á móti Narfa frá Hrísey í Egilshöllinni í Grafarvoginum.  Þessi leikur er fyrsti leikurinn í úrslitakeppninni um 3. sætið en tvo sigra þarf til að tryggja sér 3. sætið.  Björninn hefur haft undirtökin í vetur gegn Narfa en þeir síðarnefndu komu á óvart í síðustu viðureign liðanna í undankeppninni og vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu.  Þó flestir veðji á Björninn í kvöld þá er aldrei að vita hvað "gömlu hundarnir" í Narfa geta gert á góðum degi.