Björninn - Narfi 9-7 (3-4)(3-1)(3-2)

Í gærkvöldi var leikinn fyrsti leikur vetrarins í íslandsmótinu í Íshokkí, Björninn tók þá á móti Ungmennafélaginu Narfa úr Hrísey sem var að leika sinn fyrsta leik á íslandsmótinu.  Fyrir leikinn færði Magnús Einar Finnsson gjaldkeri Íshokkí sambandsins leikmönnum Narfa blómvönd og bauð þá velkomna til keppni.
 
Narfamenn hófu síðan leikinn með nokkru áhlaupi og eftir fyrsta leikhluta höfðu þeir yfir 3 – 4. Hið unga lið Bjarnarins gerðu nokkur afdrifarík mistök í vörninni sem að gamlir reynsluboltar sem að leika fyrir Narfa nýttu sér til hins ítrasta.  Bjarnarmenn mættu mun betur stemmdir í annan leikhluta, og virtust þeir hafa náð að losa sig við spennuna sem að einkenndi leik þeirra í fyrsta leikhluta og þeir spiluðu sitt hokkí og tóku undirtökin í leiknum í sínar hendur. Narfamenn á hinn bóginn voru í öðrum leikhluta komnir í nokkur vandræði vegna úthaldsleysis og þreytu. Staðan eftir annann leikhluta var 6 – 5.  Í síðasta leikhlutanum var hart barist og um tíma leit út fyrir að Narfamenn væru að komast inn í leikinn þegar staðan var orðin 8 - 7 og tvær og hálf mínúta til leiksloka. Það var síðan Hrólfur Gíslason sem eftir stoðsendingu frá Brynjari Freyr Þórðarsyni og Vilhelm Bjarnasyni gerði út um leikinn með glæsilegu marki þegar að ein mínúta og tíu sekúndur voru eftir að leiknum. Leiknum lauk með sigri Bjarnarins  9 – 7.
 
Leikurinn í tölum:  Númer -Nafn Mörk / stoðsendingar
Björnin: 24-Sergei Zak 3/0, 68-Brynjar Freyr Þórðarson 1/2, 39-Hrólfur Gíslason 3/0, 5-Guðmundur Borgar Ingólfsson 0/3, 22-Vilhelm Már Bjarnason 1/1, 42-Gunnar Guðmundsson 1/0, 21-Sigþór Þórisson 0/1, 17-John Freyr Aikman 0/1.
 
Narfi: 19-Ville Lager 3/0, 17-Snorri Rafnsson 1/1, 10-Heiðar Ingi Ágústsson 1/1, 2-Héðinn Björnsson 1/1, 6-Heiðar Gestur Smárason 0/1, 9-Haraldur Vilhjálmsson 1/0, 12-Elvar Jónsteinsson 0/1, 13-Sigurður Sveinn Sigurðsson 0/1.
 
Refsingar:
Björninn, 36 mínútur, þar af 2x10 mínútna áfellisdómar.
Narfi, 47 mínútur, þar af einn Leikdómur (MP) 1x25 mínútur
 
Aðaldómari leiksins Viðar Garðarsson