Björninn - Jötnar umfjöllun

Úr leik liðanna á laugardaginn.
Úr leik liðanna á laugardaginn.

Björninn og Jötnar léku á íslandsmótinu í íshokkí karla á laugardag og lauk leiknum með sigri Bjarnarins sem gerði níu mörk gegn tveimur mörkum Jötna.
Bjarnarmenn voru ekkert að bíða með hlutina því  ekki voru liðnar nema tuttugu sekúndur af leiknum þegar Ólafur Hrafn Björnsson kom Bjarnarmönnum yfir. Ólafur Hrafn átti eftir að koma meira við sögu hvað markaskorun varðaði en strax í fyrstu lotu náði hann að setja þrennu. Fjórða mark Bjarnarins í lotunni gerði Matthías S. Sigurðsson og staðan þvi 4 – 0 Birninum í vil eftir fyrstu lotu.
Í annarri lotu róaðist leikurinn nokkuð en Bjarnarmenn höfðu þó áfram frumkvæðið hvað varðaði sóknarleikinn. Einar Eyland varði hinsvegar vel í lotunni en Bjarnarmenn náðu þó að gera tvö mörk mmeð  stuttu millibili. Fyrra markið átti Einar Sveinn Guðnason en það síðara Kópur Guðjónsson með góðu skoti frá bláu línunni.
Jötnar áttu hinsvegar fyrsta markið í þriðju lotu lotu en þar var á ferðinni Andri Már Mikaelsson.  Bjarnarmenn áttu hinsvegar næstu þrjú mörk og voru því komnir í vænlega 9 – 1 stöðu áður en Lars Foder minnkaði muninn fyrir Jötna.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Ólafur Hrafn Björnsson 4/1
Einar Sveinn Guðnason 2/0
Matthías S. Sigurðsson 2/0
Kópur Guðjónsson 1/0
Gunnlaugur Guðmundsson 0/2
Benedikt Sigurleifsson 0/1
Aron Knútsson 0/1

Refsingar Björninn: 12 mínútur

Mörk/stoðsendingar Jötnar:

Lars Foder 1/1
Andri Már Mikaelsson 1/0
Bergur Jónsson 0/1
Einar Valentine 0/1

Refsingar Jötnar: 26 mínútur

Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

HH