Björninn - Húnar umfjöllun

Björninn og Húnar léku í Egilshöll í gærkvöld í meistaraflokki karla. Sá leikur var aldrei eins spennandi og leikur Ynja og Ásynja en honum lyktaði með sigri Bjarnarins sem gerði tólf mörk gegn tveimur mörkum Húna. Húnar fengu þó töluvert af færum til að bæta við mörkum en Bjarnarmenn höfðu þó leikinn ætíð í hendi sér einsog tölurnar gefa til kynna.


Lotur fóru  6 -1, 4 – 0, 2 – 1

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Matthías S. Sigurðsson 6/2
Hjörtur Geir Björnsson 2/2
Einar Sveinn Guðnason 1/2
Ólafur Hrafn Björnsson 1/1
Sigurður Óli Árnason 1/0
Reynir Salómonsson 1/0
Sergei Zak 0/5
Birkir Árnason 0/2
Kópur Guðjónsson 0/1

Refsingar Björninn 35 mínútur

Mörk/stoðsendingar Húnar:

Steindór Ingason 1/0
Falur B. Guðnason 1/0
Brynjar Bergmann 0/1

Refsingar Húnar: 51 mínúta

HH