Björninn - Ásynjur umfjöllun

Björninn og Ásynjur léku á laugardaginn á íslandsmótinu í meistaraflokki kvenna og fór leikurinn fram í Egilshöll. Leiknum lauk með sigri gestanna í Ásynjum sem gerðu tvö mörk gegn einu marki gestgjafanna í Birninum.  Þetta var þriðji leikur liðanna í vetur en í hinum tveimur fyrri höfðu Ásynjur unnið nokkuð örugga sigra. Annarsvegar 5 – 2 og hinsvegar 13 – 1. 
Þrátt fyrir nokkurn sóknarþunga norðanstúlkna gekk þeim erfiðlega að skora og það var ekki fyrr en í annarri lotu sem mörkin þeirra komu. Fyrra markið gerði Linda Brá Sveinsdóttir en það síðara gerði Silja Rún Gunnlaugsdóttir. Staðan því 0 – 2 fyrir Ásynjum  að lokinni annarri lotu.
Fljótlega í þriðju lotunni minnkaði Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir munninn fyrir Bjarnarkonur. Það sem eftir lifði leiks reyndu bæði lið sitt ýtrasta til að bæta við marki en alltt kom fyrir ekki en leikurinn var að sögn þeirra sem sáu hin besta skemmtun.

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 1/0
Lilja María Sigfúsdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 6 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Linda Brá Sveinsdóttir 1/0
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 1/0
Hrönn Kristjánsdóttir 0/1
Guðrún Marin Viðarsdóttir 0/1

Refsingar Ásynjur: 14 mínútur.

HH