Beint streymi frá íshokkí leikjum

Aðildarfélög Íshokkísambands Íslands munu streyma frá öllum leikjum í Hertz deild karla og Hertz deild kvenna í vetur ásamt flestum öðrum viðburðum.

Notast verður við Youtube og kominn er linkur á heimasíðu ÍHÍ. 

Í kvöld, föstudaginn 6. september 2019 er leikur í Lýsi bikarnum og leikurinn verður streymdur beint frá Egilshöll.

Vinsamlega deilum streymisrásinni sem víðast.