Beinar útsendingar á netinu væntanlegar um helgina

Nú er verið að leggja lokahönd á uppsetningu hugbúnaðar sem er þróaður af Danska íshokkísambandinu og forritaranum Claus Fonnesbech Christiensen.  Kerfi þetta gerir okkur mögulegt að vera með alla leiki í beinni útsendingu á netinu og er stefnt að því að leikir helgarinnar í mfl karla sem leiknir verða á Akureyri verði í beinni hér á vefslóðinni okkar. Síðan mun mfl kvenna verða settur upp og síðan aðrir aldursflokkar einn af öðrum. Stefnan er að allir leikir í 4 aldursflokki og uppúr verði í beinni útsendingu á netinu. Óljóst er enn hvenær sambandið nær því markmiði sínu en stefnt er á að það verði sem fyrst.