Bein útsending.

Við hérna á ÍHÍ ásamt öllum hinum erum náttúrulega enn að monta okkur yfir þessari útsendingu frá síðastliðinni helgi enda höfum við ekkert fengið nema jákvæð viðbrögð við henni. Vonandi er þetta aðeins byrjuin að því sem koma skal. Ekki skemmdi fyrir að leikurinn var spennandi fram á síðustu mínútu og að RÚV virtist leggja metnað sinn í að gera útsendinguna góða. Við viljum benda þeim sem áttu ekki möguleika á að taka útsendinguna upp að hægt er að horfa á hana næstu daga með því að smella á þennan tengil hjá RÚV.

HH