Bein útsending - ágrip af reglum úr íshokkí.

Við minnum að sjálfsögðu á beina útsendingu á RÚV frá leik Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki karla sem fram fer í Egilshöllinni í dag klukkan 15.00.

Reglubókin í íshokkí er einhverjar 125 blaðsíður og hægara sagt en gert fyrir þá sem lítið vita um íþróttina að koma sér í gegnum hana. Í fyrra tók Jón Heiðar Rúnarsson formaður dómaranefndar sér hinsvegar til og bjó til stuttan úrdrátt úr bókinni með helstu teglum. Það er nokkuð auðvelt að setja sig inn í leikinn fyrir byrjendur en úrdráttinn má finna hér.