Bein útsending

Einsog við sögðum frá hérna á síðunni í gær verður bein útsending frá leik Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar en leikurinn hefst klukkan 18.30. Nálgast má útsendinguna á www.sporttv.is og hefst hún að sjálfsögðu rétt u.þ.b. sem leikurinn er að hefjast.

Þulur á útsendingunni verður margreyndur hokkíspilari og þulur ásamt því að hafa einnig tekið að sér dómara- og stjórnarstörf. Þetta er að sjálfsögðu Helgi Páll Þórisson þannig að áhorfendur þurfa allavega ekki að óttast að þulurinn viti ekki um hvað hann er að tala. Margir bíða spenntir eftir að sjá hvernig útsending sem þessi kemur út enda um frumraun að ræða.

HH