Bætum okkur á hverju ári

Á heimasíðu Alþjóða Íshokkísambandsins má sjá skemmtilegt viðtal við Dennis Hedström sem varið hefur mark karlalandsliðs Íslands undanfarin ár.

Farið er um víðan völl í viðtalinu en þar skín í gegn sá metnaður sem Dennis hefur fyrir liðinu ásamt því að hann gleðst yfir því að liðið bætir sig ár frá ári. Viðtalið við Dennis má sjá hér.

Mynd: Kristján Maack

HH