Bæjarkeppni

Um síðastliðna helgi var haldin Bæjarkeppni í íshokkí. Keppnin þessi er forveri núverandi Íslandsmóts. þ.e. þegar bæjarfélögin Reykjavík og Akureyri kepptu sín á milli. Leikurinn að þessu sinni hafði yfir sér létt yfirbragð og sunnanliðið var að mestu skipað SR-ingum. Leikurinn endaði 6 - 3 norðanmönnum í vil en erfiðlega hefur gengið að fá hverjir settu mark í leiknum.

Að leik loknum héldu Skautafélagsmenn frá Akureyri árshátíð sína og sjálfsagt hafa sunnanmenn eitthvað þurft að ræða við þá um hokkí á þeirri skemmtun.

HH