Ásynjur - Ynjur umfjöllun


Ásynjur og Ynjur áttust við í hinum leiknum sem leikinn var í Hertz-deildinni sl. þriðjudag. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu sex mörk gegn fimm mörkum Ynja en framlengingu og vítakeppni þurfti til að knýja fram úrslit.
Leikurinn var í alla staði bráðfjörugur og liðin skiptust á að hafa forystuna í hefðbundnum leiktíma. Ásynjur voru yfir að loknum fyrsta leikhluta 3 – 2 en í lok annarrar lotu höfðu Ynjur 4 – 5 forystu. Arndís Sigurðardóttir  janfaði síðan metin fyrir Ásynjur rétt fyrir miðja þriðju og síðustu lotuna og eftir það tókst hvorugu liðinu að skora. Það sama átti við um framlenginguna, hvorugt liðið náð að setja mark og vítakeppni því staðreynd.
Hvorki meira né minna en níu víti þurfti til að knýja fram úrslit og að lokum var það gamla kempan, Birna Baldursdóttir, sem hamraði pökkinn í netið og tryggði Ásynjum sigur.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:
Birna Baldursdóttir 2/1
Linda Brá Sveinsdóttir 2/1
Sarah Smiley 1/2
Arndís Sigurðardóttir 1/1
Bergþóra Bergþórsdóttir 0/1
Alda Arnardóttir 0/1
Refsingar Ásynja: 4 mínútur

Mörk/stoðsendingar Ynja:
Silvía Björgvinsdóttir 4/1
Stefanía Kristín 1/0
Sunna Björgvinsdottir 0/3
Kolbrún Garðarsdóttir 0/1
Guðmunda Stefánsdóttir 0/1

Refsingar Ynja: 8 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH