Ásynjur - Ynjur umfjöllun

Traffík fyrir framan mark Ynja í gærkvöld
Traffík fyrir framan mark Ynja í gærkvöld

Síðasti leikur ársins í Hertz-deildinni var leikur Ásynja og Ynja og fór leikurinn fram á Akureyri. Leiknum lauk með sigri Ásynja sem gerðu tvö mörk án þess að Ynjur næðu að svara fyrir sig. 

Fyrsta lotan var markalaus en í annarri lotunni komust Ásynjur yfir þegar pökkurinn var skyndilega laus í krísunni og það nýtti Jónína Guðbjartsdóttir sér.
Rétt eftir miðja þriðju lotu bættu Ásynjur síðan við sínu öðru marki. Ynjur, sem voru manni fleiri á ísnum, voru í þungri sókn og fengu upplagt tækifæri til að jafna leikinn. Svo varð þó ekki og þess í stað geystust Ásynjur í skyndisókn upp ísinn og komust í 2 – 0 með marki frá Söru Smiley.

Með sigrinum náðu Ásynjur fimm stiga forskoti á Ynjur í efsta sæti deildarinnar og því greinilegt hvoru meginn montrétturinn verður fyrir norðan þessi jólin.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:
Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 1/0
Sarah Smiley 1/0
Eva María Karvelsdóttir 0/1
Guðrún Blöndal 0/1

Refsingar Ásynja: 4 mínútur.

Refsingar Ynja: Engar

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH