Ásynjur - Ynjur umfjöllun

Frá leiknum í gærkvöld
Frá leiknum í gærkvöld

Ásynjur og Ynjur áttus við í kvennaflokki í gærkvöld og lauk leiknum með sigri Ásynja sem gerðu fjögur mörk gegn þremur mörkum Ynja. Þetta var í þriðja sinn sem liðin mætast í vetur en í hin tvö skiptin hafa Ásynjur haft töluverða yfirburði og unnið örugga sigra. Thelma María Guðmundsdóttir er komin aftur norður yfir heiðar eftir að hafa leikið með Birninum og lék með liði Ynja í gær.
Ásynjur sóttu töluvert meira allan leikinn og Guðrún Marín Viðarsdóttir kom þeim yfir strax á annarri mínútu en rétt fyrir miðja lotu jafnaði Silvía Björgvinsdóttir metin fyrir Ynjur. Guðrún var hinsvegar aftur á ferðinni skömmu síðar og sá til þess að Ásynjur fór með 2 – 1 forskot inn í leikhléið.
Ásynjur komu sér síðan í góða stöðu með því að skora fyrstu þrjú mörkin í annarri lotu og breyttu þar með stöðunni í 5 – 1. Katrín Ryan átti fyrsta markið en síðan tryggði Guðrún Marín þrennu sína í leiknum en síðasta mark þeirra átti Jónína M. Guðbjartsdóttir. Ynjur gáfust hinsvegar ekki upp og þær Ragnhildur Kjartansdóttir og Thelma María breyttu stöðunni í 5 – 3 áður en lotan var úti.
Um miðja þriðju lotu minnkaði Silvía Rán muninn niður í eitt mark en lengra komust Ynjur ekki að þessu sinni.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Guðrún Marín Viðarsdóttir 3/0
Katrín Ryan 1/0
Jónína M. Guðbjartsdóttir 1/0
Guðrún Blöndal 0/2
Linda Brá Sveinsdóttir 0/1

Refsingar Ásynja: 2 mínútur

Mörk/stoðsendingar Ynjur:

Silvía Rán Björgvinsdóttir 2/1
Ragnhildur Kjartansdóttir 1/2
Thelma María Guðmundsdóttir 1/0

Refsingar Ynja: 2 mínútur.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH